Hleð síðu...
Elsa Inga Konráðsdóttir, félagsráðgjafi

Elsa Inga sinnir einstaklings- hjóna/para og fjölskyldumeðferð.Auk þess sinnir hún handleiðslu fagfólks og vinnur með þeim sem vilja þroskast í starfi, bæta starfsímynd sína, upplifa vanlíðan eða kulnun (burnout) í starfi. Elsa Inga vinnur m.a. með almenna vanlíðan, kvíða og depurð, samskiptavanda, tengsl, tilfinningalega fjarlægð, tilvistarkreppu og fortíðarvanda. Málefni er geta varðað skilnað, framhjáhald, atvinnuleysi, veikindi og hvers kyns breytingar í lífi fólks.
Elsa Inga veitir einnig þjónustu hjá Sálfræðistofu Suðurnesja og tekur að sér sértæk mál fyrir barnaverndir og félagsþjónustur á Höfuðborgarsvæðinu.

Menntun
Elsa Inga er félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands, fjölskyldufræðingur með sérfræðimenntun í Fjölskyldumeðferð frá Endurmenntun Háskóla Íslands og handleiðari með sérmenntun í Handleiðslufræðum frá Háskóla Íslands.
Elsa Inga hefur sótt fjölmörg námskeið, vinnustofur og ráðstefnur tengdum hjóna-og parameðferð, fjölskyldu- og einstaklingsmeðferð, barnaverndarmálum, áfallahjálp og sálgæslu

Starfsreynsla
Elsa Inga hefur víðtaka starfsreynslu og þverfaglegt samstarf er henni hugleikið.
Elsa Inga er í hlutastarfi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Geðheilsu-eftirfylgd/Hugarafl. Þar sinnir hún meðferð skjólstæðinga og fjölskyldna þeirra, gerir meðferðaráætlanir og fylgir þeim eftir í þverfaglegu samstarfi.
Elsa Inga starfaði sem félagsráðgjafi í meðferðarteymi yngri barna í Barnavernd Kópavogs. Í starfi sínu í barnavernd  sinnti hún meðferð mála samkvæmt barnaverndarlögum, stuðningi við foreldra, sá um skipulagningu úrræða og eftirfylgd mála. Elsa Inga hefur reynslu af vinnu með barnmörgum fjölskyldum, foreldrum með geðræn vandkvæði, seinfærni, og foreldrum með áfengis- og vímuefnavanda. Auk þess reynsla af fósturmálum, forsjár-, umgengnis-, kynferðis- og ofbeldismálum. Elsa Inga sat í stjórn fagdeildar barnaverndar frá árinu 2011 til 2014.
Elsa Inga starfaði sem félagsráðgjafi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar sinnti hún sálfélagslegum stuðningi í forvarnar og meðferðarteymi barna, skjólstæðingum heilsugæslunnar og stuðningi við sjúklinga stofnunarinnar og aðstandendur þeirra. Elsa Inga vann í samstarfi við ljósmæður og ungbarnavernd með áherslu á áhættuþætti tengda fæðingarþunglyndi og félagslegum aðstæðum. Jafnframt sinnti hún sérverkefnum tengdum áfallahjálp og sálgæslu ásamt því að halda námskeið fyrir verðandi foreldra.
Elsa Inga á einnig að baki starfsreynslu og menntun á sviði viðskipta- og markaðsmála.

Sendu Elsu skilaboð.