Hleð síðu...
Gunnar Örn Ingólfsson, sálfræðingur

Dr. Gunnar Örn er sálfræðingur með tíu ára reynslu við meðferð fullorðinna. Hann hefur unnið við viðtalsmeðferð einstaklinga, einnig hefur hann unnið með pörum og við hópmeðferðarúrræði.

Gunnar hefur unnið mikið með skjólstæðingum sem kljást við þunglyndi, kvíða, sambandsörðugleika, missi, vímuefnavandamál, ofnotkun á tölvum og interneti og þá sem almennt eiga erfitt með að aðlagast breytileika lífsins. Gunnar notast við aðferðir úr nokkrum kenningum um viðtalsmeðferð. Hann starfar aðallega út frá sjónarhorni lausnamiðaðrar sálfræði (e. Solution Focused Therapy).

Í viðtalsmeðferð einbeitir Gunnar sér að styrkleikum skjólstæðinga sinna og vinnur með þeim að lausnum sem færa skjólstæðinginn nær markmiðum sínum. Skjólstæðingurinn er ávallt talinn sérfræðingur um líf sitt og hann er sá sem leiðir viðtalið og því breytingarnar sem munu eiga sér stað.

Helstu styrkleikar Gunnars eru að mynda sterk tengsl við skjólstæðinga sína og byggja upp öryggi og traust. Gunnar er opinskár og á auðvelt með að tala um mál sem oft eru talin viðkvæm.

Gunnar hefur starfað sem meðferðaraðili á ýmsum starfsvettvöngum í Bandaríkjunum í sjö ár og síðustu þrjú ár á Íslandi. Við almenna meðferð á sálfræðistofu, í menntaskóla (e. High School) og við tvo háskóla. Einnig hefur hann veitt meðferð á líknardeild, við vímuefnaráðgjöf og unnið með einstaklingum með þroskahamlanir. Síðustu þrjú árin hefur Gunnar unnið sem sálfræðingur á stofu á Íslandi við almenna meðferð.

Sendu Gunnari skilaboð.