Hleð síðu...
Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur

Gabríela sinnir meðferð fullorðinna. Hún tekur einkum að sér vanda sem tengist áföllum, þunglyndi, kvíða, streitu, lágu sjálfsmati, slæmri líkamsmynd og almennri tilfinningalegri vanlíðan.

Í meðferðarvinnu beitir hún einkum hugrænni atferlismeðferð, samkenndarmiðaðri nálgun, núvitund, hugrænni úrvinnslumeðferð, EMDR og aðferðum jákvæðrar sálfræði, eftir því sem við á.

Menntun
Gabríela lauk B.Sc. prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og útskrifaðist með Cand. Psych gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2013. Gabríela hefur einnig lokið diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2016. Gabríela hefur lokið EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) level 1. Auk þess hefur hún sótt ýmsar vinnustofur og ráðstefnur sem tengjast sálfræðimeðferð.

Starfsreynsla
Samhliða starfi sínu á Sálfræðistofu Reykjavíkur starfar Gabríela sem sálfræðingur á Heilsugæslunni í Árbæ þar sem hún sinnir fjölbreyttum vanda fullorðinna. Þar áður starfaði hún í geðteymi fyrir fullorðna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Sendu Gabríelu skilaboð.