Hleð síðu...
Gabríela Bryndís Ernudóttir, sálfræðingur

Gabríela sinnir meðferð fullorðinna. Hún tekur einkum að sér vanda sem tengist áföllum, þunglyndi, kvíða, streitu, lágu sjálfsmati, slæmri líkamsmynd og almennri tilfinningalegri vanlíðan.

Í meðferðarvinnu beitir hún einkum hugrænni atferlismeðferð, EMDR, samkenndarmiðaðri nálgun, núvitund, hugrænni úrvinnslumeðferð, og aðferðum jákvæðrar sálfræði, eftir því sem við á.

Menntun
Gabríela lauk B.Sc. prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og útskrifaðist með Cand. Psych gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2013. Gabríela hefur einnig lokið diplómanámi í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2016. Gabríela hefur lokið þjálfun í notkun EMDR áfallameðferðar (Eye Movement Desensitization and Reprocessing). Auk þess hefur hún sótt ýmsar vinnustofur og ráðstefnur sem tengjast sálfræðimeðferð, bæði hérlendis og erlendis. Gabríela er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga.

Starfsreynsla
Gabríela starfar nú í fullu starfi hjá Sálfræðistofu Reykjavíkur. Þar áður starfaði hún í sálfræðiþjónustu Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu og í geðteymi fyrir fullorðna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Sendu Gabríelu skilaboð.